Velkomin á nýja vefsíðu STAF

Það sem okkur langar helst að benda á eru orlofsmálin,  biðjum við ykkur að sýna okkur smá þolinmæði bæði þar sem við erum nú að byrja á nýju kerfi við bókanir og  vegna breytinga á umsjón orlofsmála.  Til stendur að láta reyna á dagatal sem birtist þá neðst á síðunni undir Orlofsmál / Fyrirspurnir og bókanir en það er einungis til viðmiðunar og ekki uppfært nema tvisvar til þrisvar í viku til að byrja með.

Við  bjóðum nú  upp á að skrá sig rafrænt í gegnum síðuna með því að fylla út form og senda inn gegnum vefinn, en svo má alltaf hringja í símanúmer STAF 8939105 eða síma formanns 8950166.  Umsóknir eru yfirfarnar einu sinni á dag svo ekki örvænta þó þú fáir ekki svar innan skamms tíma.

Fyrir sérstakar úthlutanir s.s. páska, sumar og jól/áramót þá koma inn sérstök skráningarform fyrir þau tímabil þegar það á við. 

Til hagræðingar fyrir félagið langar okkur að biðja þig sem þetta sérð og ert félagsmaður í STAF að skrá þig á tölvupóstlista félagsins.  https://forms.gle/GaK2NXWoAGF7HKu46

0 views

©2017 by Staffelag. Proudly created with Wix.com