Skoðum sameiningu

Góðir félagar. Stjórn STAF ákvað á fundi 1.mars s.l að fylgja 4 öðrum félögum innan Samflots TIL viðræðna um sameiningu við Kjöl stéttarfélag Akureyri. Samflot samanstendur af 7 félögum og hafa nú 5 þeirra ákveðið að ganga til viðræðna um sameiningu

við Kjöl stéttarfélag á Akureyri, félögin eru, FOSA, F.O.S Vest, Starfsmannafélag Fjallabyggðar, SDS og STAF. Þau félög sem ekki vilja sameiningu eru Stavey og Húsavík.


Á þessum tímapunkti þótti okkur í stjórninni kærkomið tækifæri til að skoða hvað Kjölur myndi geta boðið þessum félögum og hefur fyrsti viðræðufundur með Kili verið boðaður 26.apríl n.k Við getum ekki sagt í dag hve marga fundi þarf þangað til að samningur liggur fyrir um hugsanlega sameiningu, en þegar að það gerist munum við boða félagsmenn til opins fundar þar sem allir fá að tjá sig um málið og að lokum þá göngum við til atkvæðagreiðslu um hvort að við viljum sameiningu eða ekki. Munið bara að það eruð þið félagsmenn góðir sem að endanlega takið ákvörðun um hvort að við sameinumst eða ekki.

Eins og skrifað er hér fyrir framan, þá er fyrsti fundur við Kjöl 26.apríl og ef að það er eitthvað sem að þið félagsmenn viljið koma á framfæri við stjórina vegna komandi viðræðna, þá getið þið sent okkur póst til stjornstaf@gmail.com

29 views

Recent Posts

See All

Kerfisvilla í birtingu á dagatali

Vonandi finnst lausn á þessum tæknilegu örðugleikum sem fyrst, en það tengist uppfærslu á kerfum. Bendum á að senda fyrirspurn ef þið hafið spurningar um orlofshúsin.