Nýjir kjarasamningar


Aðfaranótt mánudags s.l náðist samkomulag um nýjan kjarasamning á milli BSRB og Samband íslenskra sveitarfélaga, fyrir hönd 14 aðildarfélaga.

Meðal helstu atriða kjarasamningsins er:


Stytting vinnuvikunnar sem hefur um árabil verið eitt af helstu baráttumálum BSRB. Samkomulagið felur í sér miklar lífsgæðabreytingar og er um tímamóta samkomulag að ræða


Laun hækka í samræmi við lífkjarasamninginn svokallaða

Stofnun Félagsmannasjóðs sem felur í sér 80 þúsund króna árlega greiðslu til félagsmanna

30 daga orlof fyrir alla


Hægt er að sjá nýju kjarasamningana bæði fyrir SNS og Ríki hér á heimasíðunni.


Fyrir 23.mars næstkomandi þarf að kjósa um nýja samninga, ekki hefur verið ákveðið með hvaða hætti verði staðið að þeirri kostningu. Nánari upplýsingar um það koma síðar.

28 views

Recent Posts

See All

Skoðum sameiningu

Góðir félagar. Stjórn STAF ákvað á fundi 1.mars s.l að fylgja 4 öðrum félögum innan Samflots TIL viðræðna um sameiningu við Kjöl stéttarfélag Akureyri. Samflot samanstendur af 7 félögum og hafa nú 5 þ

Kerfisvilla í birtingu á dagatali

Vonandi finnst lausn á þessum tæknilegu örðugleikum sem fyrst, en það tengist uppfærslu á kerfum. Bendum á að senda fyrirspurn ef þið hafið spurningar um orlofshúsin.