Nýjir kjarasamningar

Aðfaranótt mánudags s.l náðist samkomulag um nýjan kjarasamning á milli BSRB og Samband íslenskra sveitarfélaga, fyrir hönd 14 aðildarfélaga.
Meðal helstu atriða kjarasamningsins er:
Stytting vinnuvikunnar sem hefur um árabil verið eitt af helstu baráttumálum BSRB. Samkomulagið felur í sér miklar lífsgæðabreytingar og er um tímamóta samkomulag að ræða
Laun hækka í samræmi við lífkjarasamninginn svokallaða
Stofnun Félagsmannasjóðs sem felur í sér 80 þúsund króna árlega greiðslu til félagsmanna
30 daga orlof fyrir alla
Hægt er að sjá nýju kjarasamningana bæði fyrir SNS og Ríki hér á heimasíðunni.
Fyrir 23.mars næstkomandi þarf að kjósa um nýja samninga, ekki hefur verið ákveðið með hvaða hætti verði staðið að þeirri kostningu. Nánari upplýsingar um það koma síðar.