Endurbótum í Kjarna lokið

Góðir félagar

Þá er lokið endurbótum í Kjarna en þær hafa staðið yfir allan janúarmánuð. Mestu breytingarnar voru gerðar á baðinu en það var tekið algjörlega í gegn, þar er nú ný innrétting og wc, þar er einnig komin þvottavél og síðan skiptum við út gömlu klæðningunni á veggjunum fyrir nýja og nýr dúkur settur á gólfið.

Nýtt parket var sett á allt húsið, við keyptum nýtt sjónvarp, nýjan sófa, nýtt eldhúsborð og stóla en auk þess voru ný gluggatjöld sett upp, einnig var keypt ný ryksuga.

Við settum nýjan pott á pallinn og að sjálfsögðu nýtt lok á hann. Nú er mun auðveldara að fylla hann og tæma þar sem það er gert á tvöföldum rofa sem er við hliðina á hurðinni út á pallinn.

Vonumst við í stjórninni til að félagsmönnum líki vel við þessar endurbætur og umgengni um húsið verði áfram góð.

Bkv. STAF


15 views

Recent Posts

See All

Kerfisvilla í birtingu á dagatali

Vonandi finnst lausn á þessum tæknilegu örðugleikum sem fyrst, en það tengist uppfærslu á kerfum. Bendum á að senda fyrirspurn ef þið hafið spurningar um orlofshúsin.

©2017 by Staffelag. Proudly created with Wix.com