Nýr vefur Starfsmannafélags Fjarðabyggðar
3.apríl 2019
Hér er kominn í loftið nýr vefur fyrir Starfsmannafélag Fjarðabyggðar
Aðalfundur STAF
12. mars 2019
Góðir félagar
Við viljum minna á aðalfund STAF, sem að verður miðvikudaginn 3 apríl í Nesbæ kaffihúsi kl. 19.30
Venjuleg aðalfundastörf.
Lagabreytingar vegna starfsmenntunarsjóðs.
Súpa og brauð í boði.
Stjórnin.
Sumarúthlutun 2019
6. mars, 2019
Umsóknarblöð fyrir sumarúthlutun STAF 2019 er að finna hér inn á síðunni undir eyðublöð.
Skrifað af Starfsmannafélag Fjarðabyggðar
Aðalfundur Starfsmannafélags Fjarðabyggðar
28.febrúar 2019
Aðalfundur STAF verður 3 apríl í Nesbæ, kaffihúsi kl. 19.30. Dagskrá fundarins er eftirfarandi :
Venjuleg aðalfundastörf.
Skýrsla formanns.
Skýrsla gjaldkera.
Kosning í nefndir.
Kosning stjórnar.
Lagabreytingar vegna starfsmenntunarsjóðs.
Önnur mál.
Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna á fundinn. Það þarf enginn að hafa áhyggjur af að vera kosinn í stjórn.
Súpa og kaffi í boði.
Stjórn STAF.
Skrifað af Starfsmannafélag Fjarðabyggðar
Lækjarsmári 4
27. febrúar, 2019
Nú er framkvæmdum að mestu lokið í íbúð okkar að Lækjarsmára 4, Kópavogi og finnst okkur hafa vel tekist til með verkið.
Búið er að skipta um parket, mála, kaupa ný húsgögn og rúm en stærsta breytingin er á baðinu en þar er kominn nýr flísalagður sturtubotn þar sem baðkarið var og veggir og gólf einnig flísalagðir.
Nýtt wc og ný innrétting er einnig á baðinu.
Þetta var dýr og metnaðarfull aðgerð sem farið var í og er það von stjórnar STAF að félagsmenn allir gangi vel um og skili vel af sér að lokinni leigu. Munið að við eigum þessa íbúð öll saman.
Skrifað af Starfsmannafélag Fjarðabyggðar
Viðhorfskönnun
2.febrúar 2019
Ágæti félagsmaður.
Aðildafélög Samflots, FOSA, Fos-Vest., SDS, St. Fjallabyggð, St. Fjarðabyggð, STAVEY og St. Húsavíkur, leita nú til félagsmanna sinna með vandaða viðhorfs-könnun um kröfur og önnur helstu atriði í komandi kjarasamningum.
Félögin eru að vinna að kröfugerð fyrir komandi kjarasamninga við sveitarfélög og ríki og mun þitt svar hafa áhrif á þá vinnu.
Einnig er spurt um annað, s.s. líðan í starfi, um starfsumhverfi og launakjör, um afstöðu til stéttarfélags og um sameiningu stéttarfélaga ásamt öðru.
Það er fyrirtækið Zenter-ransóknir sem sér um þessa könnun fyrir okkur og vinnslu úr henni og þátttaka tekur um 7 til 9 mínútur.
Formannaráð Samflots hvetur félagsmenn aðildarfélaganna til að taka þátt í þessari könnun sem verður send á netfang félagsmanna n.k fimmtudag og hægt er að svara á netinu. Ágæti félagsmaður STAF, sýnum hug okkar í verki og tökum þátt því eins og áður sagði þá mun þitt svar hafa áhrif.
Eftir að könnun lýkur verða dregin út nöfn þriggja svarenda sem hver um sig fá 20 þúsund króna gjafabréf.
Jóla og áramóta úthlutun
4. október, 2018
Ágætu félagsmenn !
Umsóknareyðublað vegna jóla- og áramóta úthlutunar STAF 2018 er að finna hér á síðunni eyðublöð
Orlofsnefnd STAF
Verðskrá uppfærð maí 2018
1.maí 2019
Verðskrá orlofshúsa hefur verið uppfærð og hana má finna undir flipanum Orlofsmál hér að ofan
Sumarúthlutun
June 9, 2018
Þar sem lítið var um umsóknir í úthlutun hjá okkur vegna sumarsins eru margar vikur lausar í Lækjarsmára og í Kjarnaskógi í sumar. Að vísu var júlímánuður vinsælastur. Endilega skráið ykkur sem fyrst, fyrstur kemur fyrstur fær.
Orlofsnefnd STAF